Algengar spurningar

Við fáum ótal spurningar varðandi hitt og þetta og hér ætlum við því að reyna svara nokkrum spurningum sem algengt er að fólk velti fyrir sér.

KOSTNAÐUR

Þú hefur ef til vill áhyggjur af því að geta ekki borgað skólagjöldin. Við skiljum vel áhyggjur þínar. Hér eru nokkur atriði sem við viljum nefna til að hjálpa þér:

  • Að vera í skólanum er ekki bara kostnaður, það er fjárfesting. Allir nemendur okkar eru sammála okkur um að þetta sé ein arðbærasta fjárfesting sem þeir hafa farið í. Nemendur fá ekki aðeins fjölbreytta og djúpa þekkingu og færni í gegnum námið, heldur upplifa þeir einnig umbreytingu á líkamlegri og andlegri heilsu og persónulegan þroska sem er erfitt að setja verðmiða á. Þetta er eitthvað sem kemur sér vel fyrir alla fjölskylduna, vini, samstarfsmenn og viðskiptavini um aldur og ævi.
  • Ef áhuginn er fyrir hendi, þá finnast lausnir – eins og segir í ensku máltæki „Where there is a will, there is a way“! Ef þú ert alveg ákveðin/n og þú hefur þá köllun að fara í þetta nám, treystu því að þér verði hjálpað og að lausnir finnist. Ef löngunin er sterk þá eru meiri líkur á að hjálp berist, hvaðan sem hún kemur – en þú gætir þurft að horfa út fyrir boxið til að finna lausnina!
  • Námið er ekki lánshæft en nemendur hafa margir hverjir fengið styrk frá stéttarfélögum. Einnig er skólinn með „Young Living sjóð“ þar sem þú getur sótt um styrk á 2. og 3. námsárinu ef þú ert að glíma við fjárhagserfiðleika eða þarft að kosta miklu til, til að komast í skólann t.d. kostnaður við ferðir.

TÍMI

Þú spyrð hvort þetta sé mjög tímafrekt. í raun ekki.

  • Þar sem loturnar eru aðeins á tveggja mánaða fresti er viðvera í skólanum ekki svo mikil og þú ert frjáls að gera verkefni þegar þú hefur tíma.
  • Það eru engin próf í skólanum og í raun ertu frjáls með tímann til að skila verkefnum. Sumir eru í skólanum bara fyrir sig og skila aldrei verkefnum, það er valkostur útaf fyrir sig; ef þú vilt fókusera á heilsuna þá er það bara í fínu lagi.
  • Við höfum haft nemendur í skólanum sem voru lesblindur, töldu sig ekki góða í ensku, unnu fullan vinnu og með börn og kláruðu samt öll verkefni og útskrifuðust eftir 3 ár. Ef aðrir geta það þá getur þú það líka!

ORKAN

Þú gætir verið að velta fyrir þér hvort þú hafir orku til að vera í skóla ofan á allt annað sem þú ert að gera í lífinu:

  • Flest það  sem þú lærir í skólanum mun hjálpa þér að hafa meiri orku og gefa þér styrk.
  • Sérhver kennslulotu er tími til að endurnýja og hlaða batteríin í góðum félagsskap fólks á sömu bylgjulengd. 
  • Við viljum hvetja nemendur til hafa lífsmátann eins einfaldan og hægt er og njóta þess að gera virkilega vel við sig, bæta líf sitt og auka gildi þess og sjálfsþroska með því að njóta skólavistarinnar í heil þrjú ár.

ENSKAN

Flestir bækurnar eru á ensku af því þær eru ekki til á íslensku, því miður! Einnig erum við með kennara erlendis frá sem kenna á ensku af því engir íslendingar hafa sömu reynslu og þekkingu, en allir kennararnir okkar tala mjög einfalt og auðskiljanlegt mál og endurtaka sömu hlutina oft. Og ef það eru vandamál þá hjálpumst við að við þýðingar. Ennfremur, eins og kemur fram hér að framan, hafa nemar sem voru ekki sérstaklega góðir í ensku og voru líka lesblindir útskrifast eftir 3 ár. 

AUKAFÖGIN

Til að útskrifast sem heilsumeistari þarft þú að hafa klárað Líffæra- og lífeðlisfræði 1 og 2 (LOL, um líkamsstarfsemina), Sjúkdómafræði 1 og 2, Siðfræði og Skyndihjálp. Þessi skyldufög eru nauðsynleg til að geta verið Skráður græðari. Þú þarf ekki að vera búin/n með þessu fög áður en þú kemur í skólann, þú getur tekið þau samhliða náminu eða að hluta til eftir að þú ert búin/n í skólanum. Og ef þú kemur bara í skólann fyrir sjálfan þig, þá þarf þú að sjálfsögðu ekki að taka þessi fög.

En að þessu sögðu þá er það mjög hjálplegt að læra um líffærin og líkamsstarfsemina til að skilja hvernig líkaminn virkar m.a. þegar við erum að læra augnfræðina og um líkamskortin sem þar má sjá. Við hvetjum því alla nema til að hafa klárað LOL áður en augnfræðiloturnar byrja á vorönn á öðru ári

STARFSMÖGULEIKAR

Heilsumeistarar geta orðið skráðir græðarar í gegnum Félag heilsu- og lithimnufræðinga í Bandalagi íslenskra græðara.

Heilsumeistarar vinna gjarnan við heilsuráðgjöf en við ákveðum ekki fyrirfram hvað fólk gerir við menntunina. Þvert á móti hvetjum við alla nemendur og heilsumeistara til að finna eigin leiðir til að vinna. Þau sem þegar hafa útskrifast hafa farið margar og mismunandi leiðir. T.d: 

Margir vinna sem heilsumeistarar; augngreiningu og ráðgjöf

Ein rekur Silva veitingastað í Eyjafirði.

Ein vinnur hjá Kolbrúnu grasalækni.

Ein fókuserar á konur með vefjagigt.

Sumar hafa valið að vinna meira með olíurnar og meðferðir.

Ein rekur fyrirtæki með jurtir og jurtaefni.

Sumar vinna meira með tilfinningar og andlega vellíðan.

Ein hefur boðið upp á námskeið, styttri og lengri til að hjálpa fólki með heilsuna.

GILDI HEILSUMEISTARA DIPLÓMA Í ÖÐRUM LÖNDUM

Þú gætir velt því fyrir þér hversu mikið gildi menntunin og diplomað hefur erlendis.

Við erum viðurkennt nám og fagfélög á okkar sviði, náttúrulækninga og grasalækninga viðurkenna námið okkar.

Hins vegar er ekki til neinn alþjóðlegur staðall yfir Naturopatic Diploma /náttúrulækninga diplóma og skólar sem kenna eru mjög misjafnir og fáir leggja eins mikla áherslu á augngreiningu og persónulegan þroska á öllum sviðum eins og við. Þetta höfum við fengið staðfest frá erlendum kennurum okkar sem eru mjög stoltir af skólanum. 

Nemendur geta gerst meðlimir í ýmsum alþjóðlegum samtökum t.d. American Herbalist Guild (AHG), Guild of Naturopathic Iridologist og International Iridology Practitioner Association (IIPA) ásamt því að verða skráðir græðarar á Íslandi.