Dalai Lama segir: Verum blíð við jörðina

Þegar jörðin hleður upp eituefnum, hlaðast eiturefnin upp hjá manninum líka!
Uppsöfnun eiturefna er eitt af því sem náttúrulæknar vita að veldur heilsu vandamálum.

Okkur kennurunum í Heilsumeistaraskólanum er ekki aðeins umhugað um manneskjuna, heldur berum við líkja umhyggju fyrir móður jörð. Við getum í rauninni ekki skilið okkur frá jörðinni. Ein ástæða þess að við elskum náttúrulækningar er sú að þær eru í samhljómi við náttúruna og menga hana ekki (alveg í samræmi við boðskap Dalai Lama).

Það er augljóst að maðurinn hefur ekki verið sérlega blíður við móður jörð síðustu 100 árin.
Mörg stórfyrirtæki rækta og framleiða vörur sem eru uppfullar af allskyns efnum. Þessar vörur eru síðan unnar enn frekar, þeim umbreytt og bætt við þær alls kyns kemiskum efnum, meðal annars þekktum eiturefnum.
Okkur þykir þetta ekki gott!
Þessar vörur, hinar unnu vörur, valda heilsuvandamálum.

Samhliða unnum og efna-viðbættum matvælum, eru nútíma vestrænar lækningar sem nota kemisk lyf til að leysa heilsuvandamál og menga um leið umhverfið auk þess að menga líkamann okkar enn frekar.
Það er mjög erfitt að stöðva þessa þróun þar sem margir vinna við og hagnast á sjúkdómum og sjúkdómsvæðingu.
Þó við trúum því ekki að flest fólki á þessum sviðum – matvælaframleiðslu og lyfjaframleiðslu – sé illgjarnt, þó hafa þeir sem ráða ferðinni mjög lítinn áhuga á náttúrulækningum vegna þess að það er erfitt að hagnast á þeim.
í Heilsumeistaraskólinn vitum við að það þarf ekki að menga jörðina og við þurfum heldur ekki að menga líkamann til að njóta mikilla lífsgæða.
Þegar við kennum nemendum okkar að vera meistarar eigin heilsu þá gerum við það sem Dalai Lama mælti fyrir um: Við erum blíð við jörðina.

Heilsukveðja,

Gitte og Lilja

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *