Gitte Lassen

[box style=”tan”]

Sjálfsþroski lýsir aðalviðfangsefnum Gitte og hún hefur síðastliðin 20 ár unnið ötullega með ráðgjöf og kennslu á ýmsum sviðum m.a. með heildrænum aðferðum og leiðum náttúrunnar.

Frá barnæsku hefur Gitte haft áhuga á jurtum og grasalækningum. Hún fæddist í Danmörku, bjó í litlum bæ nálægt náttúrunni og á unglingsárunum las hún bækur um grasalækningar og tíndi jurtir. Þessi áhugi á jurtum hélst allt til fullorðinsáranna og á þrítugsaldri gerðist hún grænmetisæta, og nýtti m.a. villtar jurtir til matar, byrjaði að spíra alfalfa fræ og sótti helgarnámskeið í gerð náttúrulegra snyrtivara. Síðar beindist áhugi hennar í meira mæli að leiðsögn í persónulegum umbreytingum út frá mörgum mismunandi sjónarhornum, leiðsögn sem núna er þungamiðjan í vinnu hennar með fólk og kallar ‘Positive Power’.

Þegar Gitte tapaði heilsunni fyrir 12 árum vegna síþreytu (Chronic Fatigue Syndrom / Epstein-Barr veirusýkingu), snéri hún sér aftur að náttúrulækningum og notaði heildrænar náttúrulegar aðferðir til að ná heilsu – einmitt þær aðferðir sem kenndar eru í skólanum. Gitte veit því af eigin reynslu að það sem skólinn kennir virkar! Á þessum tíma hitti hún Lilju Oddsdóttur og saman stofnuðu þær skólanum.

Upp frá þessu styrktist vissan um það að heildræn nálgun væri undirstaða þess að lifa lífinu til fulls með “Postive Power” (þýðing á íslensku: hlaðið jákvæðri lífsorku).

Heilsumeistaraskólinn var stofnaður árið 2007. Kenndar eru heildrænar náttúrulækningar ásamt því að nemendur fara í gegnum persónulegt umbreytingarferli. Gitte rekur Heilsumeistaraskólann með Lilju og kennir nokkra áfanga í skólanum. Hún rekur einnig sitt eigið fyrirtæki sem hún kallar ‘Positive Power Living’.

[/box]

Upphaflega menntaði Gitte sig í jarðeðlisfræði en fyrir 20 árum uppgötvaði hún að tilgangur hennar í lífinu væri að hjálpa fólki að breyta eigin lífi. Síðan þá hefur hún ekki einungis menntað sjálfa sig ítarlega í margskonar umbreytingar-meðferðum og leiðum, heldur einnig hjálpað öðru fólki. Hún hjálpar þeim að skapa sér jákvætt og uppbyggjandi lífsform og kennir þeim að nýta hæfileikana sína og blómstra.

Í gengum ýmsar leiðir svo sem vefsíðu, fyrirlestra og námskeið og vinnu fyrir Heilsumeistaraskólann þá er markmiðið Gitte ætíð það sama, að hjálpa fólki að finna sitt jákvæða uppbyggjandi lífssform.

[box style=”tan”]
“To touch the soul of another human being is to walk on holy ground.”
[/box]

Til að fræðast meira um Gitte, skoðaðu þá www.gittelassen.com