Hin sögulega Brigitte

Hin sögulega Brigitte

Brigitte Mars er norn, nútíma norn. Ef við værum stödd á miðöldum þá hefði hún verið brennd á báli fyrir löngu síðan! Ef ég hugsa mig um, þá hefði ég í raun lent í því sama og hún, bara fyrir það eitt að hafa haft nokkuð með hana að gera.

Hið sögulega Ísland

Það er ekkert skrítið að þetta tiltekna námskeið – undir handleiðslu Heilsumeistaraskólans – sé haldið á Íslandi. Sögueyjan er virkilega sérstakur staður fyrir þá sem hafa áhuga. Á öræfum finnast mörg spor um dularfull atvik og um ógnarstyrk náttúrunnar í sköpunarorkunni. Hér finnum við sögur um álfa og tröll og um dularfulla staði þar sem enginn þorir að ferðast um. Leyndardómur náttúrunnar hangir þykkt yfir líkt og þoka Bláa Lónsins.

Gyðjuorkan er allt í kring, í fólkinu og náttúrunni. Íslendingar eru að eðlisfari nýjungagjarnt en hlýlegt fólk með stórt hjarta. Nýjungagirnin gerir þjóðina að „trendsetterum“ á alþjóða vísu, þeir eru ávallt einu skrefi á undan öðrum. Á Íslandi er hægt að fá frábæra hrá- og grænmetisfæði rétti á veitingastaðnum Gló í Reykjavík og um allt finnur maður nýpressaða safa og dásamlega hristinga. Ég skil ósköp vel að Brigitte Mars kemur hingað.

Eldhúsbekkur ömmu.

Það er eiginlega ótrúlegt að það þurfi Ameríkana frá Colorado til þess að kenna okkur Norðurlandabúum, að viðurkenna mikilvægi þess sem má finna í náttúrunni. Brigitte talar um hvönnina, þessa fornu plöntu sem var ómetanleg á tímum víkinganna. Hún er ekki eins mikilvæg fyrir nútíma víkinga.

Brigitte sýnir okkur hvernig við eigum að búa til urtaveig, en það hljómar kunnuglega einhvernvegin, eins og óljós minning úr eldhúsi ömmu. Við lærum ýmiskonar ráð um það hvernig við eigum að nota jurtir við algengum heilsuvandamálum eins og mígreni, astma og svefnleysi. Áköf útskýrir hún fyrir okkur hvað við getum gert með njóla.

Bóndi sem ég þekki sem er með lífræna ræktun og hefur barist hart gegn illgresi, segir að njóli sé illgjarn. Brigitte hefur allt aðra sýn! Hún talar ástríðufull um það hvernig hægt sé að nota hann við hreinsun líkamans. Hún segir að fræin séu full af Omega 3 og hvernig hann græðir sár – og að þetta sé ein af aðal jurtunum sem munu hjálpa fólki að lifa af í framtíðinni, með okkar umhverfis- og eitur menguðu lifur. Mannkynið stendur frammi fyrir svo mörgum heilsufarsvandamálum og þá er gott að vita að það eru hlutir sem við getum gert sjálf, sem gerir okkur kleift að taka ábyrgð á eigin heilsu. Við erum ekki áhrifalaus, þó það kunni að líta svo út. Hún (Brigitte) meinar í raun að við berum ábyrgðina á okkar eigin heilsu. Við getum sjálf byggt upp eigið ónæmiskerfi. Við getum hreinsað likamann af eitur- og úrgangsefnum ásamt tilfinningalegum hindrunum. Við getum tekið ákvörðun sem gerir það að verkum að morgundagurinn verður betri. Það erum við sem getum ákveðið að fara þá leið að eiga góða heilsu í framtíðinni. Með því að gangast við þessari ábyrgð – og ekki láta ábyrgðina í hendur heimilislæknisins, þá mun ávinningurinn verða heilsteyptur lífstíll, líkamlega, andlega, huglægt og tilfinningalega. Brigitte er full af orku og ákafa þegar hún segir okkur hvernig við gætum aukið orku okkar og lífsþrótt og fundið gleðina í einu og öllu. Þetta er dama sem lítur vel út miðað við aldur!

Hver er Brigitte Mars?

Brigitte er grasalæknir með yfir 40 ára reynslu og hún er kennari, m.a. Naropa University og Heilsumeistaraskólanum. Hún er bloggari fyrir Huffington Post og er með vikulegan útvarpsþátt. Hún hefur skrifað 15 bækur – sú nýjasta heitir „Holistic Health and Healing“ – og hefur einnig búið til app sem heitir iPlant. Brigtte á 2 dætur, þær Rainbeau og Sunflower, sem einnig eru virkar á hráfæði vettvangnum í USA. Hún veitir einnig einkaráðgjöf.

Hvað er norn eiginlega?

Það eru alls ekki vondar konur með vörtu á nefinu. Þær flugu heldur ekki til Dimmuborga á nóttunni, á kústskafti, með hrædd stolin börn! Þetta voru bara venjulegar, jarðbundnar og vísar konur, sem höfðu ræktað innsæið sitt og kunnáttu um náttúruna. Þær þekktu náttúruna og plöntunar í kringum sig, hvaða plöntu væri hægt að nota fyrir hvað, eitthvað sem setti þær í hættu í samfélagi miðalda. Það sem í raun setti þær í hættu á að valda reiði hjá kirkjunni og rannsóknarréttinum, var að þær höfðu vitneskju um náttúrulega getnaðarvörn, en það var eitthvað sem var í mótsögn við sýn kaþólsku kirkjunnar. Nornir voru skynsamar konur sem reyndu að hjálpa öðrum með því að nota náttúruna. Þessi náttúrukunnátta hefur gengið í arf frá móður til dóttur í gegnum árin. Ennþá í dag verða þær fyrir árásum, en nú kemur það úr annarri átt. Í dag eru það lyfjaframleiðendur sem halda fast í valdataumana og vilja að fólk snúi sér til þeirra. Það er enga peninga að fá út úr heilbrigðum einstaklingum….

Hverjar verða afleiðingarnar fyrir lyfjaframleiðendur ef hver og einn fer að taka ábyrgð á eigin heilsu og aflar sér þekkingar um heilandi kraft náttúrunnar í nærumhverfinu í kringum sig? Það eru ekki peningar í náttúrulækningum, ekki heldur aukaverkanir. Hver og einn hefur val, að taka til baka styrkinn eða kunnáttuna og í gegnum þetta val getur þú öðlast góða heilsu.

Það er svona norn sem Brigitte Mars er, ef hlutirnir eru flokkaðir út frá þessu: ef að maður elskar og treystir náttúrunni, þá getur náttúran hjálpað okkur að verða sterk og heilbrigð.

Losaðu þig við grasflötina; og búðu til ætan garð.

Kærleikur Brigitte fyrir náttúrunni liggur djúpt. Hún hefur óbilandi trú á náttúrunni og vill gera allt til að vernda hana. „Losaðu þig við grasflötinn; gerðu ætan garð“ er málefni sem brennur á henni. Hún vill svo gjarnan að fólk noti garðinn sinn sem auðlind. Í staðinn fyrir vel hirta grasflöt, er þá ekki betra að hafa eldhúsgarð? Hann mun gefa fólki miklu meiri gleði en grasflötur. Þar getur maður upplifað kraftaverk náttúrunnar, að það er gróska í kringum mann þar sem dýr og skordýr þrífast, ásamt ánægjunni að borða mat sem maður hefur ræktað sjálf/ur. Það er nefnilega mikil þerapía í að rækta grænmetisgarð. Brigitte vill gjarna sjá okkur verða sjálfsbjarga eins og hægt er í gegnum árstíðinar. Hún segir að við eigum að vera óhlýðin og halda áfram að skiptast á fræjum. Það er ekki nein ástæða til þess að alþjóðleg landbúnaðarfyrirtæki eigi að ákveða hvaða plöntum við eigum að planta, fræ eru gjöf náttúrunnar til allra og tilheyrir okkur öllum, – eða engum

Fyrstuhjálpar-skrín Brigitte frá náttúrunni.

Hafðu „fyrstuhjálpar-skrínið“ ávallt tilbúið!

Arnica – sár og högg á húð

Aloe Vera – brunasár og skordýrabit, sár og útbrot

Hunang – græðir sár

Lavender ilmkjarnaolía frá Young Living – sár og húð og býflugnastunga

Tea Tree ilmkjarnaolía frá Young Living – skordýrafæla og á skordýrabit

Piparmyntuolía frá Young Living – ælupest og magakveisa.

Natron (lyftiduft) – höfuðverkur og magaverkur

Tilfinningaleg og huglæg heilsa með hjálp náttúrunnar.

Brigitte ber fram spurninguna; eru líkami og sál aðskilin? Í austurlenskum fræðum þá eru líkami og sál eitt og lifrin er líffærið þar sem tilfinningarnar eru geymdar. Þó að Brigitte sé grasalæknir (og fagleg nútíma norn!) þá heldur hún fram að það sé mikilvægt fyrir heilsu fólks að sleppa/minnka neyslu á mjólkurvörum og kornvörum, ásamt sykri, þar sem þessar vörur skapa tilfinningalegt ójafnvægi eins og þunglyndi, kvíða, reiði o.s.frv. Hún útskýrir hvernig mjólk í dag er gerilsneydd, þ.e.a.s. hún er hituð það mikið að líkaminn getur ekki brotið hana almennilega niður. Broddmjólk er miklu betra val, en kúamjólk er þó eiginlega bara ætluð kálfum, sem hafa allt annað vaxtarferli en mennskt barn.

Hveitimjöl hefur lent í samskonar ferli – en nú á tímum er kornið orðið svo fínt að það er ekki lengur hollt fyrir okkur. Fjárhagslegur ávinningur virðist ávallt vera mikilvægari en heilsa fólks. Brigitte vill meina að glútein (lím er „glue“ á ensku) verði eins og lím í þörmunum og að það hafi bein tengsl við ADHD, alzheimer og aðra lífsstílssjúkdóma sem eru tengdir vestrænni menningu í dag. 

Brigitte kemur aftur í maí á næsta ári

Brigitte Mars kemur aftur til Íslands í maí á næsta ári til þess að kenna nemendum Heilsumeistaraskólans. Hún mun einnig vera með einhverja opna fyrirlestra þannig að þeir sem eru ekki nemendur skólans geti fengið möguleika á því að hitta þessa hæfileikaríku og lífsglöðu konu, sem er hafsjór af fróðleik um málefni náttúrulækninga og er með meira en 40 ára reynslu í sínu fagi!

Við hjá Heilsumeistaraskólanum erum stolt af því að tengjast gæðum af þessu tagi!

 

Grein eftir Hilde Helle Olsen, framkvæmdastýru Heilsumeistaraskólans í Noregi

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *