Grundarfjörður, Reykjavík og villt áskorun

Skólakynning í Grundarfirði – ​​​​​​​á morgun
kl. 17 – 19

Yogastöðin Læk

Lilja og Gitte kynna skólann og taka með sér sérstakan heiðursgest.

Skólakynning í Reykjavík – 15. júní

kl. 17 – 19

Vegmúla 2

Kynning á námi skólans og sýnikennsla í gerð grænna hristinga.

VILLT GRÆN ÁSKORUN NÆSTU VIKU frá 13. – 19. júní

Vertu með okkur í grænni viku þar sem við búum okkur til villtan grænan hristing á hverjum degi.

Við skorum á ykkur að vera með í að búa til villtan grænan hristing á hverjum degi.

Allir þátttakendur geta fengið sent heftið okkar „Bestu grænu hristingar heilsumeistara“ og að auki getur einn þátttakandi unnið sér smá heilsugjöf fyrir bestu eða áhugaverðustu hristingana að okkar mati.

Póstið ykkar eigin uppfinningu og/eða uppskrift af villtum græningi hristingi á facebook siðunni okkar á hverju degi alla næstu viku. Þú mátt pósta eins mörgum hristingum og þú vilt.

Græni hristingurinn þinn á að innihalda eina eða fleiri af villtum jurtum t.d. fíflablöð, arfa, njólablöð, brenninetlu en má auðvitað líka innihalda annað blaðgrænmeti eins og grænkál, klettasalat, annað salat eða spínat.

Að auki má setja í hristinginn fræ, möndlumjólk eða avodadó ásamt ferskum ávöxtum til bragðbætis og næringarauka og engifer eða söl til bragðbætis.

Innihaldslýsingar þurfa að fylgja fyrir hvern dag í áskoruninni og gaman væri að fá mynd líka.
Villt, græn kveðja,
Lilja og Gitte
​​​​​​​

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *