Lilja Oddsdóttir

[box style=”tan”]
Þegar Lilja eignaðist sitt fyrsta barn fór í gang mikil leit að náttúrulegum lausnum gegn algengum barnakvillum eins og asma og eyrnabólgu. Eftir þó nokkra leit fann hún svarið hjá grasalæknum. Sú hjálpa kom henni á spor náttúrulækninga, þar sem hún lærði að með notkun á jurtum, breyttri næringu og fleiri heildrænum meðferðum mátti koma á betra jafnvægi í heilsu sem nýttist vel fyrir alla í fjölskyldunni. Uppgötvunin leiddi til náms í náttúrulækningum með lithimnugreiningu sem aðalfag og greiningarleið.Lilja Oddsdóttir erí hópi brauðryðjanda í augnlestri á Íslandi. Hún bæði greinir heilsu í gegnum augun og kennir lithimnu- og hvítugreiningu í Heilsumeistaraskólanum, sem er eini skóli sinnar tegundar á landinu. Lilja kynntist kjarnaolíum frá Young Living og tók ástfóstri við þær vegna hreinleika þeirra og virkni og hefur frá byrjun kennt öðrum að nota þær.

Eftir að hafa lokið námi í náttúrulækningum árið 2010 stóð Lilja að stofnun Félags lithimnufræðinga. Hún sat í stjórn Bandalags íslenskra græðara og var formaður þess í 2 ár.
[/box]

Lilja vann að stofnun Heilsumeistaraskólans og viðurkenningu á náminu frá Menntamálaráðuneyti árið 2009. Einstök námsskráin gerir námið að gullnámu fyrir nemendur hvort sem þeir velja að tileinka sér námið fyrir eigin heilsu eða til að kenna öðrum.

Áhugi Lilju á umhvefisvernd og öllu því sem kemur frá náttúrunni er djúpstæður og árið 2010 stóð hún að stofnum Á-Vaxtar, hvatafélgas um ræktun ávaxta en markmið félagsins er m.a. að vekja fólk til vitundar og efla áhuga fólks á ræktun nýstárlegra tegunda ávaxta og grænmetis til að auka sjálfbærni og fjölbreytni. Félagsmenn eru nálægt 100 talsins og félagið hefur gefið fjölmörg eplapör á opinber svæði og til skóla.

Síðasta nýsköpunarverkefni Lilju er þátttaka í stofnun á Olíulindinni ; fræðslu og þjónustumiðstöð fyrir Young Living olíur og heilsuvörur. Þar kristallast áhuginn fyrir hreinum. öflugum náttúruvörum og heilsu.

Heilsumeistaraskólinn hefur skrifstofu- og kennsluaðstöðu í glæsilegu húsnæði Olíulindarinnar, Vegmúla 2.