Námslotur

Flestar námslotur eru blanda af fyrirlestrum og hópvinnu eða verklegum æfingum og upplifunum.

[box style=”tan”]
Heilsumeistarafræði 1- Lilja Oddsdóttir, Gitte Lassen
Magnaðu heilsuna
Fyrsta lotan undirbýr nemandann fyrir þeirra einstaklingsvinnu í verkefninu “Vinna með eigin heilsu”, fyrsta verkefnið í skólanum sem að fylgja þessu heilsuprógrammi í 3 mánuði. Þetta verkefni inniheldur flest allar aðferðir sem kenndar eru í skólanum, og er fyrsta upplifun nemandans af heilunarmætti heildrænna meðferða og náttúrulækninga.
[/box]

[box style=”tan”]
Heilsumeistarafræði 2 – Gitte Lassen, Lilja Oddsdóttir, Hildur Hákonardóttir
Þessi námslota er kynning hugmyndafræði náttúrlækninga og þeim heildrænu aðferðum sem skólinn kennir. Einnig er farið í hagnýtar ráðleggingar fyrir nema og frekari stuðningur við sjálfsheilunarverkefni þeirra frá Heilsumeistarafræði 1 lotunni. Einfaldar náttúrulegar heimameðferðir eru einnig kenndar ásamt sögu náttúrulækninga gegnum aldirnar.
[/box]

[box style=”tan”]
Augnfræði grunnur – Lilja Oddsdóttir
Skyggnst inní heim augnfræðanna en í skólanum er lithimnu- og hvítugreining sú greiningarleið sem notuð er til að setja saman heilsuráðin, meðferðir fyrir hvern og einn nema. Augnfræðin gefur okkar margskonar upplýsingar um líkamsgerð einstaklinga og veikleika og styrkleika og er áhugaverð leið til að læra um okkur sjálf og getur verið mikil hvatning í vinnunni með eigin heilsu.
[/box]

[box style=”tan”]
Næringarfræði – Bryndís Arnardóttir
Kynning á næringarfræðinni og gildi næringar fyrir heilsuna. Líkami okkar er fæðulíkami og gildi þess að fá rétta næringu er sjáldan ofmetin. Grunnþættir næringar eru útskýrðir og næring tengd við heilsu og líkamsstarfsemi.
[/box]

[box style=”tan”]
Lækningafæði – Gitte Lassen, Lilja Oddsdóttir
Áfram er lagður grunnurinn af því að skilja hversu mikilvæg rétt næring er fyrir heilsuna og hvernig næring getur verið lækningarfæði. Mismunandi mataræði og bætiefni eru könnuð, upplifuð og rædd. Þessi lota er bland af fyrirlestrum og verklegu námi þar sem nemendur munu m.a. útbúa hádegismat.
[/box]

[box style=”tan”]
Kjarnaolíur 1 – Lilja Oddsdóttir
Kennt er hvað kjarnaolíur eru (efnafræði og grasafræði) og hvernig má nota þær. Nemendur upplifa hvernig kjarnaolíur eru notaðar í daglegu lífi til heilsubótar, andlega og líkamlega. Regndropameðferð og Vita-flex meðferðir. Kennslan er bland af fræðslu, sýnikennslu, hópavinnu og verklegri kennslu.
[/box]

[box style=”tan”]
Kjarnaolíur 2 – Lilja Oddsdóttir
Í þessari námslotu munu nemendur læra meira um efnafræði kjarnaolía ásamt frekari meðferðum með kjarnaolíum, þ.á.m. NeuroAuricular Technique og heildar Vita – flex meðferð. Kjarnaolíur frá biblíutímum eru kannaðar. Í þessari kennslulotu er hefð fyrir að fá gestakennara erlendis frá til að kenna, venjulega er það einhver sérfræðiþekkingur í notkun kjarnaolía.
[/box]

[box style=”tan”]
Lifandi fæði – Kristín Kolbeinsdóttir
Lifandi fæði var þróað af Dr. Ann Wigmore og er kennt samkvæmt hennar fræðum, heimfært að íslenskum aðstæðum. Í þessari námslotu sem er bland af fyrilestrum og verklegri kennlu er farið ítarlega í hugmyndafræðina og hvernig hægt er að búa til lifandi fæði og hvað í því því felst (meltingarvegurinn, blöndun á fæðu, sýring, spírun o.fl). Þessi lota er kennd við Akureyri.
[/box]

[box style=”tan”]
Alþýðu-grasalækningar – Brigitte Mars
Þessi námslota er kynning á grasalækningum og jurtum til heilsubótar og fyrir væg og krónísk heilsuvandamál. Hefðbundin nálgun á alþýðugrasalækningum með áherslu á örugga notkun lækninagrjurta og matjurta, sem ýmist vaxa á Íslandi eða eru innfluttar. Nokkrar jurtagöngur eru í þessari lotu.
[/box]

[box style=”tan”]
Lífræn ræktun – Jóhanna Magnúsdóttir
Ræktun á grænmeti og jurtum. Hvað er heilbrigður jarðvegur, lífræn ræktun, moltugerð og fleira? Í þessari námslotu er farið í vettvangsferð í lífrænan garð kennarans.
[/box]

[box style=”tan”]
Ætigarðurinn – Hildur Hákonardóttir
Getum við fundið mat í garðinum okkar? Einnig ferð á ströndina til að kanna hvernig á að uppskera og borða sjávarjurtir og plöntur sem vaxa þar, ásamt því að heimsækja hinn töfrum prýdda garð Hildar Hákonardóttur og læra um viltar jurtir sem þar vaxa.
[/box]

[box style=”tan”]
Íslenskar lækningarjurtir – Kristbjörg Kristmundsdóttir
Hér er farið í frekari kannanir á íslenskum lækningajurtum og þessi lota innifelur í sér jurtagöngu.
[/box]

[box style=”tan”]
Sjálfsrækt – Gitte Lassen
Í þessari námslotu eru kannaðar afleiðingar af því að alast upp í erfiðu fjölskyldumunstri og meðvirkni og þau atriði skoðuð er varða uppbyggjandi samskipti fyrir framtíðarviðskiptavini. Einng er farið yfir algeng sálfræðileg og tilfinningaleg vandamál. Námið fer fram með fyrirlestrum, hópumræðum og kennari skoðar með nemendum hvernig þessi vandamál tengjast þeim sjálfum.
[/box]

[box style=”tan”]
Heilsumeistarafræði 3– Gitte Lassen
Orkustöðvar og elementin
Andleg, líkamleg og tilfinningaleg heilsa er skoðaðuð samkvæmt hinu forna austræna kerfi um orkustöðvar og element og hvernig náttúrulækningar eru notaðar í því samhengi. Á sama hátt er litið á hvaðan vanheilsa kemur og hvernig sjúkdómar andlegir og sálrænir þróast og hvernig taka þarf tillit til margvíslegra þátta til að fá heildræna heilsubót með hliðsjóna af þessum gamalgrónu gildum úr austrænum náttúrulækningum.
[/box]

[box style=”tan”]
Fótasæla– Gitte Lassen
Nudd og snerting á líkamsvefum er viðurkennd aðferð til að bæta heilsu. Fótasælu tímarnir fara í að læra, kanna og upplifa ýmsar aðferðir af snertingu á reflex svæðum á fótum, með það að markmiði að ná sem allra dýpstu tengingu við meðferðaraðila, og vekja upp heilunarferli hjá þeim. Kjarnaolíur eru notaðar til að auka á heilunarmátt meðferðarinnar. Alla daga skiptast nemendur á að gefa og fá meðferðir og nemendur hafa kallað lotuna “himneska fótasælu”.
[/box]

[box style=”tan”]
Blómadropar– Kristbjörg Kristmundsdóttir
Blómadropar og notkun þeirra við að heila líkama, huga og sál, með áherslu á töfra náttúruafurða úr íslenskri náttúru. Saga blómadropa og fræði eru samtvinnuð kynningu á Íslensku blómadropunum og verklegri kennslu.
[/box]

[box style=”tan”]
Heildrænar náttúrulækningar – Gitte Lassen
Rannsóknir sýna að allt að 90% allra líkamlegra heilsuvandamála eiga rót sína að rekja til tilfinningalegs ójafnvægis eða áfalla. Þessi námslota lýtur að vísindunum um tengsl líkama, sálar og tilfinninga. Nemendur kanna nokkrar mismunandi aðferðir til að nálgast heilun á andlegu og tilfinningalegu sviði.
[/box]

[box style=”tan”]
Framhaldsaugnfræði – Dr. Leonard & Nenita Mehlmauer
Ásamt því að kenna framhaldsaugnfræði, þá er farið dýpra í persónuleikagreiningu og hvítugreiningu með tilliti til nýjustu rannsókna. Raunverulegar heilsufarssögur eru skoðaðar ásamt því að skoða og læra af augum nemenda.
[/box]

[box style=”tan”]
Heilsumeistarafræði 4 – Dr. Leonard & Nenita Mehlmauer
Clinical Naturopathy
Ýmis hagnýt atriði eru tekin fyrir er varða það að vinna sem heisumeistari. Dr. Leonard deilir með okkur fjörutíu ára reynslu sinni, fer yfir varúðaratriði í vinnu með veikt fólk, siðfræð, nýjungar og fleira.
[/box]

[box style=”tan”]
Heilsumeistarafræði 5 – Lilja Oddsdóttir, Gitte Lassen
Að vinna sem helsumeistari
Í þessari námslotu eru námið dregið saman og sameinaðar þær aðferðir sem nemendur hafa lært til að undirbúnings fyrir þá að vinna með annað fólk. Hópavinna þar sem nemar æfa sig í að greina og búa til meðferðir.
[/box]

[box style=”tan”]
Heilsumeistarafræði 6 – Gitte Lassen, Lilja Oddsdóttir og fl.
Retreat & Útskrift
Frábær heilsuupplifun gegnum 8 daga samveru á Sólheimum. Í útskriftinni er sameinaður sá lærdómur sem nemendur hafa farið yfir síðustu 3 árin. Í þessari heilsuvikku er samtvinnuð næringu, náttúrulegum meðferðum og kynningu á lokaverkefnum. Síðasta daginn er útskriftarhátíð.
[/box]

[box style=”tan”]
Starfsþjálfun – Lilja Oddsdóttir, Gitte Lassen
Til að öðlast frekari reynslu, þurfa útskriftarnemar, undir handleiðslu Lilju Oddsdóttur og Gitte Lassen, að vinna að greiningu á 15 aðilum.
[/box]

[box style=”tan”]
Líffæra og lífeðlisfræði, sjúkdómafræði, siðfræði og skyndihjálp
Til að geta útskrifast frá Heilsumeistaraskólanum þurfa allir nemendur að hafa lokið námi í: Líffæra og lífeðlisfræði 1 og 2, Sjúkdómafræði 1 og 2, Siðfræði heilbrigðisstétta og Skyndihjálp. Þessi fög eru tekin fyrir utan skólann.
[/box]