Kennarar

[box style=”tan”]

BRIGITTE MARS

Brigitte Mars er grasalæknir, rithöfundur og hráfæðiskokkur frá Boulder, Colorado, með yfir 40 ára reynslu í náttúrulegum lífsstíl. Hún lifði í tvö og hálft ár á villtum jurtum meðan hún bjó í indjánatjaldi í Ozarks snemma á áttunda áratugnum.Hún er höfundur bókanna “The Desktop Guide to Herbal Medicine”, “Country Almanac of Home Remedies”, “Addiction Free Naturally”, “The Sexual Herbal”, “The HempNut Cookbook”, “Rawsome!”, og “Healing Herbal Teas”.

Brigitte kennir við Naropa háskólann, Bauman framhaldsskólann – skóla heildrænnar heilsu og náttúrukokka (Bauman College of Holistic Health and Natural Chef), Náttúrulækningaskólann (The School of Natural Medicine), Just for the Health of It – skóla svæðameðferða og heilunnar (School of Reflexology and Healing Arts), Boulder nuddskólann (Boulder College of Massage Therapy), Esalen stofnunina (Esalen Institute), Kripalu jógamiðstöð, og við Heilsumeistaraskólann.

Hún er með einkastofu, hjálpar til í apótekum og hefur umsjón með vikulegum útvarpsþætti á KGNU sem ber heitið Náttúrulega (Naturally). Hún er móðir Sunflower Sparkle Mars, dansara og kennara og Rainbeau Harmony Mars, sem er leikkona, alþjóðlegt módel og jógi. Brigitte býr í Boulder, Colorado.

Brigitte kennir Alþýðugrasalækningar fyrir Heilsumeistaraskólann.

[/box]

[box style=”tan”]

LEONARD MEHLMAUER, ND, & NENITA SARMIENTO-MEHLMAUER, BSc, CPA,

Leonard Mehlmauer, náttúrulæknir (ND), vinnur að rannsóknum hjá Grand Medicine og hefur stundað náttúrulækningar með áherslu á augngreiningu (lithimnu- og hvítugreiningu) síðan 1972. Starfandi sem náttúrulæknir hefur hann samið kennsluefni og bækur um lithimnugreiningu og hvítugreining. Bók hans ‘Sclerology – A New View of an Ancient Art’ hefur notið lofs hjá fagfólki og var m.a. lofuð af hinum virta náttúrulækni Bernard Jensen heitnum, og hún hefur verið þýdd á önnur tungumál. Leonard hefur ritstýrt tímaritinu Eyology Journal og er höfundur augnfræðistaðla sem hafa verið notaðir á alþjóðavísu.Nenita Sarmiento-Mehlmauer, BSc, CPA, meðstjórnandi Grand Medicine (GranMed, GM) er heimsklassa Eyologist eða ‘augnfræðingur’ og stundar rannsóknir og greiningu hjá Grand Medicine, en sér einning um grafíska vinnu og hönnun. Hún er sannkölluð driffjöður og hlaðin sköpunargáfu og faglegri kunnáttu. Hún sér um skipulag miðstöðvarinnar og hefur umsjón með vélbúnaði, hugbúnaði, efniviði, rannsóknum, innkaupum og tækni á GM rannsóknarstofunni heima og heiman. Hún er hægri hönd Dr Mehlmauer og styður við fagmennsku með skarpri hugsun og framsækni á vísindasviði.

Í sameiningu skrifuðu Leonard og Nenita kennslubókina ‘Physical Iridology’ fyrir nemendur og kennara. Hún er skrifuð á ensku og spænsku og hefur verið fagnað sem nýrri kennslubók í þessu fagi. Nýja bókin þeirra ‘The GREAT Liquid Diet’ fjallar um hvernig er hægt að meðhöndla og lækna króníska sjúkdóma á áhrifaríkan hátt, hvernig á að viðhalda góðri heilsu og tignarlegri öldrun og langlífi. Nýjasta útgáfubók þeirra ‘IRIS-2 – Personality Iridology’ er byltingarkennt rit á þessu sviði.

Námskeið á vegum Grand Madicine í hvítugreiningu, lithimnugreiningu og persónuleika lithimnugreiningu hafa verið haldin í mörgum löndum. ‘McCoye samtökin í Los Angeles veitti GranMed rannsóknarstyrk og er GranMed nú viðriðin 10 ára langtíma rannsókn sem ætlað er að sýna hvernig hægt er að sjá og segja fyrir um sykursýki með hjálp augnfræðinnar – til að staðfesta okkar vísindi gagnvart hefðbundinni læknisfræði.

Dr. Leonard og Nenita kenna Líffærafræði augans, Framhalds augnfræði og Klínískar náttúrulækningar (Heilsumeistarafræði 4) fyrir Heilsumeistaraskólann.

[/box]

[box style=”tan”]

KRISTBJÖRG KRISTMUNDSDÓTTIR

Kristbjörg Kristmundsdóttir framleiðir og selur íslenska blómadropa. Í rúm 30 ár hefur Kristbjörg þróað og notað blómadropa í sinni vinnu sem blómadropaþerapisti. Núna er hún að skrifa bók um fyrstu 44 íslensku blómadropana sem verður gefin út á islensku og ensku. Hún er einnig einn af frumkvöðlum lífrænna búskaparhátta og það að lifa í samræmi við náttúruöflin (Móður náttúru) á Íslandi. Kristbjörg Kristmundsdóttir er náttúrulæknir. Hún lauk námi frá The School of Natural Medicine í Bandaríkjunum í grasalækningum (a Master Herbalist), lithimnufræði (Master Iridologist) og heilbrigðisfræði. Hún er jógakennari og hefur hlotið þjálfun, bæði á Indlandi og í Bandaríkjunum, í að leiðbeina fólki inn í Kundalini hugleiðslu. Kristbjörg kennir jóga, þjálfar jógakennara, kennir blómadropaþerapíu og þjálfar blómadropaþerapista. Hún býður einnig upp á einstaklingsviðtöl. Hún lítur á sig sem eilífðar nemanda móður jarðar og í jógafræðunum sömuleiðis. 2-3 mánuðir á ári eru helgaðir námi og rannsóknum með móður jörð á blómadropum og jurtum, og í hinum dýpri jógísku fræðum.Kristbjörg kennir áfangann um Blomadropana sem og um Íslenskar lækningajurtir.

 

[/box]

[box style=”tan”]

KRISTÍN KOLBEINSDÓTTIR

Kristín Kolbeinsdottir er grunnskólakennari með ensku sem aðalval. Auk þess var hún við nám í Heilsumeistaraskóla Íslands í þrjú ár. Hún stofnaði fyrirtækið Silva hráfæði ehf, árið 2012 en það er staðsett að Syðra-laugalandi efra í Eyjafjarðarsveit. Á sumrin er þar veitingastaður sem bíður upp á fjölbreyttan kost, s.s. heitan mat, hráfæði, hristinga, safa, kaffi og kökur. Á veturna er boðið upp á námskeið í gerð grænmetis- og hráfæðirétta, hristinga, sætinda og almenna fræðslu um hollari lífsstíl. Hún sérhannar einnig námskeið eftir óskum viðskiptavina. Kristín tekur að sér einstaklingsráðgjöf sem felst í því að aðstoða fólk við að breyta mataræði og lífsstíl. Meðferðin styðst við faglega leiðsögn, kennslu og náttúrulegar aðferðir sem hjálpa fólki að ná tökum á heibrigðari lífsstíl.Kristín kennir áfangann Lifandi fæði í Heilsumeistaraskólann.

[/box]

[box style=”tan”]

HILDUR HÁKONARDÓTTIR

Hildur Hakonardottir er lærð í myndlist og hefur starfað við kennslu og stjórnun ásamt því að sinna myndlistinni. Eftir að hún fluttist í Ölfusið 1980 var hún safnvörður í Byggða- og listasafni Árnessýslu.Hún lifir í nánum tengslum við móður náttúru og hefur ræktað sínar eigin matjurtir í nærri 30 ár og safnað viltum jurtum á láglendi, fjöllum og í fjörunni. Þó hún sé vel að sér um lækningareiginleika plantna og menntuð af grasalækninum, Jeanne Rose, er aðaláhugasvið hennar að rækta “eldhúsgarðinn” og að nota staðarplöntur úr til matar.

Hildur er hefur lært endurfæðingartækni Rebirthing sem er viðurkennd aðferð sem fellst í að vinna með eigin heilsu með ákveðnum öndunaræfingum. Certified Rebirther er sá sem hefur lokið 2 stigum rebirthing og lifir eftir ákveðnum forsendum. Hún hefur einnig lært og kennt jóga og aðra iðju sem krefst sjálfsaga. Á meðal kennara sem hún hefur haft eru Dhyani Ywahoo, Gloria Karpinsky og David Boadella.

Hún hefur gefið út þrjár bækur og eru tvær þeirra um jurtir, Ætigarðurinn og Blálandsdrottningin. Í Ætigarðinum skrifar hún m.a. um hvernig nýta má ýmsar villtar og ræktaðar jurtir til matar, um hugmyndafræði ræktunnar sem hún lærði í barnæsku og gefur gagnleg ráð sem eru sum hver með heimspekilegu ívafi. Í Blálandsdrottningunni er saga garðræktar rakin, með áherslu á upphaf kartöfluræktar og hvernig hún er samofin okkar menningar mynstri.

Hildur kennir áfangann Ætigarðinn fyrir Heilsumeistaraskólann.

[/box]

[box style=”tan”]

 

JÓHANNA BORGHILDUR MAGNÚSDÓTTIR

Jóhanna Borghildur Magnusdottir er garðyrkjufræðingur að mennt. Hún á einnig að baki þriggja og hálfs árs nám í Waldorf-uppeldisfræði. Jóhanna var alin upp við ræktun ýmiss konar og hefur alla sína tíð ræktað grænmeti við hverjar þær aðstæður sem boðist hafa. Núna starfar Jóhanna sem garðyrkjumaður fyrir Ás styrktarfélag (áður Styrktarfélag vangefninna) í Bjarkarási, þar sem stunduð er lífrænt vottuð ræktun grænmetis. Undanfarin vor hefur hún boðið upp á námskeið í lífrænni matjurtaræktun í garðinum sínum í Mosfellsdalnum.Jóhanna kennir Lifræn ræktun fyrir Heilsumeistaraskólinn.

[/box]

[box style=”tan”]

 

BRYNDÍS ARNARSDÓTTIR

Bryndís Arnarsdóttir er fædd og uppalin á Akureyri. Útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1994 og vann eftir útskrift við ýmis störf á Landspítalanum s.s. áfengis-og fíkniefnameðferðir, blóðskilunardeild og Gjörgæslu nýbura. Árið 2000 flutti Bryndís norður til Akureyrar og vann að áfengis- og fíkniefnaforvörnum meða barna og unglinga. Bryndís hefur alla tíða haft áhuga á óhefðbundum lækningum og eftir að hafa sjálf greinst með vefjagigt og farið í gegnum ótal óhefðbundnar meðferðar og fundið bata ákvað Bryndís að hefja nám í Heilsumeistaraskóla íslands. Bryndís var meðal fyrstu nemenda sem hófu nám þar haustið 2007 og útskrifaðist sem heilsumeistari árið 2010.Hreyfing hefur alla tíð verið hluti af lífsstíl Bryndísar og ákvað hún því að setjast strax aftur á skólabekk og einkaþjálfun hjá Keili. Bryndís útskrifaðist þaðan vorið 2011. Sama ár hóf hún svo nám í Jógakennaraskóla kristbjargar og lauk því sama ár. Bryndís stundar nú framhaldsnám í jóga á vegum sama skóla og stefnir á útskrift í lok árs 2013.

Bryndís vinnur nú hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands við að hjálpa fólki sem hefur af einhverjum orsökum misst vinnu vegna andlegrar og líkamlegrar vanheilsu. Þess á milli kennir hún jóga og hotjóga, er með einkaþjálfun og almenna líkamsrækt á líkamsræktarstöðinni Bjargi á Akureyri. Þar er leitast við að taka á málunum á sem nátttúrulegastan hátt sem samræmist hugsjón Bryndísar um að nota það sem nátttúran hefur fært okkur til að byggja upp líkamann.

Einu sinni á ári býður Bryndís upp á ‘Föstudaga’ 10 daga heilsumeðferð í samstarfi við Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit þar sem farið er í gegnum hreinsunarferli á líkama, huga og sál með að léttu grænmetisfæði, gönguferðum, jóga, fræðslu og kennslu um næringu sem byggir upp líkamann ofl.

Bryndís kennir Næringarfræði fyrir Heilsumeistaraskólinn.

[/box]