Það er orðið enn auðveldara að vera i Heilsumeistaraskólanum

Við, Lilja og Gitte, höfum verið á hringferð til að kynna skólann út á landi.

Eins og venjulega hefur það verið gott fyrir okkur að dvelja saman í bíl og við getum notað tímann til að ræða saman í rólegheitum sem sjaldan er raunin í hinu daglega amstri.

Eins og þú kannski veist þá höfum við verið að vinna að því að setja hluta af kennslu í fjarnám, á netinu, til að auðvelda nemendum með því að hafa færri námslotur. Það verður þó áfram verkleg kennsla þar sem nemendur koma í skólann upp á gamla mátann.

Það eru nokkrar mismunandi ástæður fyrir meiri kennslu á netinu:

– Að sitja í tíma og hlusta á fyrirlestra samfleytt í nokkra daga getur verið mjög erfitt og heilinn á það til að slökkva á móttökurunum. Okkur finnst því skynsamlegt að skipta þeim niður og dreifa þeim yfir margar vikur þar sem þú getur hlustað á kennsluna þegar þér hentar.

– Skólar á internetinu verða sífellt vinsælli og mikil þróun hefur verið í hugbúnaði í kennslustofum á netinu.

– Þetta fyrirkomulag lagði einnig grunninn að stofunun skólans í Noregi og gefur möguleika á frekari útbreiðslu skólans.

– Niðurstaðan verður sú að þó við séum áfram að kenna allt það sama og áður, þá verður kennslan á netinu þannig að við skiptumst á að hafa rafræna fyrirlestra og verkefni og svo verður líka raunverulega hist í bekkjastofu á netinu u.þ.b. vikulega.

– Það verður mun auðveldara fyrir þig að gera verkefnin þar sem þú færð námsefnið í minni bitum og með meiri stuðningi frá kennara í gegnum netkennsluna.

– Niðurstaðan er þessi: Þú munt aðeins þurfa að vera í skólanum 4 helgar á ári í stað 6 (meðaltal).

En hafðu engar áhyggjur!

Við verðum eftir sem áður mjög hagnýtur skóli. Hjá okkur snýst allt um að nota það sem þú lærir til að gera lífið þitt betra fyrir þig, fyrir fjölskylduna og vini og fyrir framtíðar viðskiptavini, veljir þú að vinna við fagið.

Við viljum alls ekki missa af því að kynnast þér og hitta þig augliti til auglitis og gerum það í mörgum lotum sem eru verklegar og einfaldlega nauðsynlegar að framkvæma í gegnum bein mannleg tengsl.

Þetta eru jú eitt það besta við það að vera í skólanum, að vera öll saman á sjálfsheilunar ferðalaginu,

Lilja og Gitte

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *