Tilfinningar, Valor og Lavender

Hvað eru tilfinningar, hvaðan koma þær og hvers vegna ? Því  miður hef ég ekki skýr svör við þessum spurningum, en öll höfum við tilfinningar. Við höfum mismunandi tilfinningar og höndlum þær á mismunandi hátt, sumir hafa ofurstjórn á sínum aðrir litla eða enga.

Í gegnum tíðina hef ég verið mikil tilfinningavera og leyft tilfinningum mínum að stjórna lífi mínu. Hvaða afleiðingar hefur það haft fyrir mig og mitt líf ? Jú, það hafði þær afleiðingar að ég brást við aðstæðum útfrá tilfinningum og hafði litla stjórn, fékk kvíðahnút og vanlíðan vegna allskonar smávægilegra hluta og jafnvel vegna vanlíðunar annarra.

Mín viðbrögð voru óhugsuð eða automatísk. Ytra áreiti og erfiðleikar tóku mikla orku frá mér vegna þessara viðbragða minna.

Strax í frumbernsku tökum við til okkar tilfinningar úr umhverfi okkar, frá foreldrum og þeim sem næst okkur standa, við lærum að stjórna umhverfi okkar með tilfinningum, hver kannast ekki við barnið sem grenjar til að fá sínu framgengt, hver kannast ekki við barnið sem grætur mjög hátt til að fá vorkunnsemi eða athygli útaf einhverju smávægilegu. Oftast eru svona hlutir til að brosa að og eldast af okkur, sem betur fer.

Annað gildir með áföll sem við verðum fyrir á lífsleiðinni, þ.e. þau áföll sem við lokum á, þau áföll sem við vinnum ekki með, þau sitja innra með okkur og bíða þess að fá úrvinnslu.

Áföll geta verið mismunandi og það sem einum finnst lítilvægt, getur verið stórvægilegt fyrir aðra og ættum við aldrei að gera lítið úr vanlíðan okkar sjálfra eða annarra.

Áfall getur orðið til fyrir orð frá einhverjum, höfnunar, vegna vinslita, það getur orðið vegna slyss, dauðsfalls, misnotkunar, eineltis ofl. Það sem mér fannst merkilegt að uppgötva í minni tilfinninga- og meðvirknivinnu er að afleiðingar áfalla, sama af hvaða toga þau eru, eru samskonar. Sama hvert áfallið er, afleiðingarnar eru þær sömu, þess vegna er hægt að meðhöndla og vinna úr áföllum og erfiðum tilfinningum á sambærilegan hátt, maður getur notað mismunandi tækni/verkfæri en grunn konseptið er það sama.

Eitt af því sem ég notaði í minni tilfinningavinnu eru Young Living ilmkjarnaolíur, dásamlegir dropar með magnaða virkni sem fyrir mig og fleiri hafa gert kraftaverk. 

Ilmkjarnaolíurnar frá Young Living eru hreinar og tærar, eiginlega hrein og tær snilld, dásemdar gjöf frá móður náttúru, unnar með virðingu og kærleika að leiðarljósi til alls þess sem er, náttúru, manna og dýra.

Eftir því sem ég lærði meira um olíurnar og virkni þeirra sá ég betur og betur af hverju þær voru að virka svona vel fyrir mig.

Valor olíublandan er ein sú fyrsta sem ég fór að nota, þvílík himnasending, hef ekki tölu á öllum þeim Valor glösum sem ég er búin að tæma. Þegar ég svo náði mér í fróðleik um þessa dásemdar olíu, brosti ég með sjálfri mér og nokkur AHA! komu í hugann, ekki skrítið að ég elska hana þess. En Valor jafnar orku líkamans, eykur  manni styrk og þor, ýtir undir sjálfstraust og eykur jarðtengingu manns, ég sem hef alla tíð talið mig lítils eða einskis virði, með vitundina alla í hausnum í tilfinningunum. Ssúúmmmm, Valor náði mér á jörðina!

Gaman er að vinna með Valor á markvissann hátt við ákveðnum tilfinninga tengdum mynstrum, hún virkar vel til að vinna með hvatvísi, vörn (að vera alltaf í vörn gagnvart öðrum), ótta við áreksra við annað fólk, erfiðleika við að höndla þau verkefni sem lífið færir manni, feimni og fleira. Valor olían er þá sett á ákveðna staði líkamans, eftir því hvaða tilfinningu er verið að vinna með. Alla þessa þætti kannast ég við í mínu lífi, mismikið þó, ég held áfram að nota Valor til að hjálpa mér þegar gömul mynstur poppa upp.

Lavender er önnur dásamleg olía, þessi kom mér skemmtilega á óvart. Ég hafði staðið í þeirri trú árum saman að ég væri með ofnæmi fyrir Lavender, greinilegt að ég hafði aldrei áður komist í tæri við HREINT Lavender, ég dýrka hana. Þessi rúm þrjú ár sem ég hef notað Young Living olíurnar hefur aldrei vottað fyrir ofnæmisviðbrögum svo sem hausverk, nefrennsli og táraflóði eins og af öðru Lavender ilmolíum, hversu dásamlegt er það?

Ég var ekki búin að stúdera olíufræðin lengi þegar ég áttaði mig á því af hverju Lavender höfðaði svona sterkt til mín, fyrir utan að vera gríðarlega græðandi þá er hún róandi og slakandi, sem ekki veitir af þegar maður er búin að vera í vörn og ótta mest allt sitt líf.

Hún vinnur líka með höfnunartilfinninguna ahhhh… þvílíkur lúxus að vera laus við þá tilfinningu. Gagnrýni, Lavender hjálpar manni að losa sig við gagnrýni, gagnvart sjálfum sér og öðrum. Já ég á það til, að gagnrýna sjálfa mig verulega og á flótta frá eigin vanlíðan að gagnrýna aðra, þegar ég er komin þangað er gott að grípa í Lavender glasið og koma sér á betri stað. Ótti við að opinbera sjálfan sig, vá þarna var ég skíthrædd, enn er þarna ótti til staðar og gott að hafa Lavender við hendina og Valor á meðan ég skrifa þessar línur.

Höfundur:

Sigriður I. Helgadóttir

Heilsumeistara, Akureyri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *