Um okkur

Nokkur brot af því sem þú getur átt von á sem nemandi við Heilsumeistaraskólann.

 • þekking á hinum ýmsum aðferðum náttúrulækninga
 • heilun á andlegu, tilfinningalegu og líkamlegu sviði
 • gróska í einkalífi sem og á starfsvettvangi
 • aukin vitund og meðvitað líferni
 • persónulegur vöxtur og þroski
 • reynsla sem breytir lífi þínu
 • innblástur og eldmóður
 • gleði, hlátur og grátur
 • tengsl – ævilöng vinátta
 • ævintýri og uppgötvanir
 • betri heilsa – skínandi heilsa
 • dásamlegar breytingar á lífstíl
 • opnar dyr fyrir nýjum tækifærum
 • faðmlög, kossar og fullt af kærleika
 • kennarar sem eru lifandi fyrirmynd þess sem þeir kenna
 • virkjar áhugasvið þitt og skapar persónulega vaxtarmöguleika

Viltu taka ábyrgð á eigin heilsu?

Þegar þú byrjar í Heilsumeistaraskólanum hefst ævintýri nýrra lifnaðarhátta – fyrir marga er það eins og að koma heim, en einnig könnun á eigin hæfileikum, styrk og innri visku.

Kjörorð skólans er: Vertu ábyrgur fyrir eigin heilsu. Þetta er grundvallaratriði í námi skólans. Mikil áhersla er á að kenna skjólstæðingum að ná að byggja upp heilsuna innanfrá og styðja innra vistkerfi, eiginlega með sömu lögmálum og þú byggir upp jarðveg í lífrænni ræktun. Þetta er mikilvægur þáttur náttúrulækninga og í gegnum námsferilinn er það þetta sem við leitumst við að kenna þér sem nemenda.

Þér verður leiðbeint og þú studd/ur í gegnum heilunar- og umbreytingarferli á líkama, huga og sál, ferli sem mun vekja upp undirliggjandi hæfileika, innri visku og styrk.

Þú munt mynda sterk tengsl við samnemendur þína og ferðafélaga í þessari för sem felur í sér að prófa af eigin raun ýmsar meðferðir náttúrulækninga í sinni tærustu mynd.

Þú munt, sem nemandi, finna að sumir hlutar kennslunnar höfða meira til þín en aðrir, það er gott og blessað. Skólinn kennir manneskjum ekki vélmennum. Við væntum þess að þú sem nemandi takir það sem þú lærir og nýtir það, með mismunandi leiðum, á óvæntum og fjölbreyttum vettvangi.

Síðast en ekki síst munt þú finna að allt sem þú lærir verður hluti af framtíðarlífi þínu og lífsstíl, sem þú valdir meðvitað. Þú munt elska það!

Lilja og Gitte

Skólastjórnendur

[box style=”yellow”]

Nám í náttúrulækningum – heildræn nálgun.
Náttúrulæknir/heilsumeistari er sérfræðingur í heilsu, menntaður í margskonar leiðum greininga og meðferða. Vinnuaðferðir byggjast á viðtölum, fræðslu og einstaklingsmiðuðum heilsuáætlunum sem innhalda margvísleg ráð og heildrænar meðferðir.

Heilsumeistaraskólinn er einstakur skóli í náttúrulækningum sem notar nútímalega námstækni, þ.á.m. lausnaleitar nám, til að hjálpa nemendum að tileinka sér námsefnið. Skólinn styður nemendur einnig í gegnum “learning by doing” ef svo má segja t.d. sjálfsheilun í gegnum vinnu með eigin heilsu og þjálfun í að skapa heilsusamlegan lífsstíl til frambúðar.

Heilsumeistaraskólinn styður við umbreytingarferli nemenda á meðan þeir tileinka sér að vera lifandi fyrirmynd í heilsusamlegum lífsstíl. Gæði faglegrar kunnáttu eru samtvinnuð vexti vitundar á ferðalaginu.

Skólinn er fyrst og fremst hagnýtur þar sem flest allt sem kennt er nýtist í daglegu lífi. Skólinn leggur áherslu á hagnýta, áþreifanlega þekkingu strax frá byrjun, frekar en að fá eingöngu upplýsingar úr bókum eða fyrirlestrum með lítilli leiðsögn og þjálfun í því hvernig á að nýta þekkinguna.

[box style=”yellow”]
Heilsumeistaraskólinn kennir hefðbundnar heildrænar náttúrulækningar.

 • Náttúrulækningar eru vísindi, list, viska og þjálfun í að greina, meðhöndla og verjast veikindum. Það er gert með því að nýta náttúruna og hennar náttúrulega lækningarmátt sem hjálparmeðal.
 • Náttúran þekkir meðfædda eiginleika líkamans til að lækna sig og viðhalda heilsu.
 • Leitast er við að endurheimta heilsu og meðhöndla ójafnvægi með samþættu greiningarkerfi og náttúrulegum leiðum ásamt uppbyggjandi ráðleggingum um lífsstil.
 • Aðferðirnar sem eru notaðar eru hefðbundnar sem og nútímalegar og byggjast á reynslu og vísindum.

Útskrifaðir nemendur munu geta ráðlagt um heilsusamlegri lífstíl, meðhöndlun á ójafnvægi í heilsu sem og gefið ráð um heildrænar meðferðir.

[/box]