Magnaðu heilsuna þína á Ítalíu


 Retreat Heilsumeistaraskólans á Italíu

28. apríl - 4. maí 2018

djúp

HVÍLD

kraftmikil

himnesk

HAMINGJA

Komdu til Ítalíu fyrir heilsuna þína.

PURE BODY

Detox your body with food and healing herbs and experience the boost in energy and vitality.


PURE MIND

Calm your mind with meditation and daily empowerment circles. Let go of all the worries and negative self-talk and just be.

PURE SPIRIT

Glorious nature and freedom from everything else and time just for you. Let your spirit revive and expand.

PURE JOY

Easy living, peace and tranquility, in the most beautiful surroundings, in inspiring company, with lots of love and endless amounts of caring.

PURE LIVING

In the present moment is where life is lived. Enjoy a week of time out of life, a time of present moments that last an eternity. 

PURE SELF

In the busyness of daily life, it's easy to loose touch with yoruself and forget what makes you YOU. Come and rememeber who you truly are!

ÁSTRÍÐA FYRIR HEILDRÆNNI HEILSU 

Lilja og Gitte

Lilja og Gitte opnuðu dyrnar að Heilsumeistaraskólanum fyrir 11 árum og mörgum heilsuelskandi, umbreyttum og mögnuðum nemum síðar. Þær bjóða þér nú að koma til Ítalíu fyrir heilsuna ÞÍNA. 

Lilja Oddsdóttir, heilsu- og lithimnufræðingur og yogakennari, elskar að kenna öðrum um allt sem er náttúrulegt, hreint og heilsusamlegt. Hún er brautryðjandi á Íslandi í heilsu- og lithimnufræðum og óþreytandi við að kenna fólki einfaldar heilsusamlegar leiðir náttúrunnar.

Gitte Lassen, fyrrum jarðeðlisfræðingur, vinnur við að kenna vakandi konum sjálfseflingu. Hún hefur unnið með konum víðsvegar um heiminn og hjálpað þeim að efla sig andlega og tilfinningalega með því finna kjarnann og kraftinn hið innra. Einfaldlega að finna meiri hamingju. .  

ÞAÐ SEM BÍÐUR ÞÍN...

DÁSAMLEGUR HEILSUSAMLEGUR MATUR

'Nammi -matur' vertu viss!

Kokkurinn okkar, hún Patricia, notar mat úr héraði, eða úr sínum eigin garði og ávaxtaekrum, við að útbúa ljúffengan, himneskan mat. Matur sem við getum lofað þér að þú munt hlakka til að fá á hverjum einasta degi.

 • Ítalskir réttir
 • Heilnæmur vegan grænmetismatur
 • Bæði hráfæði og eldaður matur
 • Morgun og síðdegishressing á milli máltíða
 • Eftirréttir!!
 • Heilandi jurtate frá móður jörð


BESTU MORGNAR LÍFS ÞÍNS

Morgunhugleiðsla & Yoga

Hugleiðsla er blíðleg byrjun á deginum og á eftir henni kemur létt yogaflæði og öndun sem er fullkomið mótefni gegn hinu dæmigerða morgunstressi. Innöndun með gæða kjarnolíum styður orkuna og hjálpar okkur að finna kjarnann.

 • Hugleiðsla í kyrrð
 • Daglegur ásteningur í hugleiðslu
 • Mjúkt aroma-yoga
 • Fókus og eflng með öndun
 • Djúpslökun


EFLING FYRIR KONUR

Styrkur - Gleði - Samvera

Í daglegum "Positive Power circles" lærir þú leiðir til að blómstra í því sem þú ert að gera. Hvort sem það er þinn eigin persónulegi styrkur sem þú vilt efla eða bæta heilsuna, vinnuna, sambandið eða eitthvað annað.

 • Ótti og kvíði
 • Fullkomnunarárátta
 • Sjálfsöryggi
 • Sjálfs-umhyggja
 • Velgengni
 • Innri viska


FYRIRLESTRAR

Ljómandi heilsa

Líkama þínum er það eðlilegt að vera ljómandi og heilbriðgur og með smá heildrænni hjálp þá getur hann orðið það aftur, og haldist þannig. 

 • Fjórar grunnstoðir heilsu
 • The "Wise Woman's Way"
 • 100 góð ráð fyrir heilsuna
 • Heilsan ÞÍN
 • Heildrænar "lækningar"


IN BEAUTITUL ITALY

Lifi Ítalía!

Það er ástæða fyrir því að fólk dreymir um að heimsækja Ítalíu... þessar iðjagrænu hlíðar með ólífutrjám, vínekrurnar á hæðunum og guðdómleg fegurð blómstrandi ávaxtatrjáa. Virðuleg þorpin á hæðunum, fólk að rabba saman á bekkjum undur bláum himninum, áhyggjulaust líf!  

Svo má finna gamlar rústir rómverja, þær eru útum allt, kaffihús og ítalskan MAT, tómata og ólífur og líka ítalskan ís - gelato!  


SKOÐUNARFERÐ OG KENNSLA

Helgur staður heilags Frans - St. Francis frá Assisi

Við erum rétt steinsnar hjá Assisi, bænum þar sem Heilagur Frans frá Assisi (St. Francis) settist að og fór kenndi um kærleika og frið af einstöku lítillæti og hjartagæsku. Heilagur Frans hafði djúpstæð áhrif á þá sem á hann hlýddu og hann var sérlegur málsvari fátækra og talaði við dýr.

Komdu með okkur í heimsókn í litla bæinn Assisi með stóru og eftirminnilegu kirkju Heilgs Frans. Við gefum okkur tíma til njóta þagnarinnar að hugleiða í grafhvelfingunni. Það er líka tími til að rölta um brattar og mjóar götur þessa ítalska miðaldabæjar og njóta mannlífsins og fallegs umhverfis.


TERRA SELVATICA 

Villijarðarsetrið - Terra Selvatica

Við erum á gömlum bóndabæ sem samanstendur af nokkrum byggingum, hlaðnar úr fallegum múrsteinum sem er dæmigert fyrir byggingar á svæðinu. Húsin hafa verið fallega endurgerð og herbergin standast vel nútíma kröfur um þægindi og fullkomið "retreat" fyrir litla hópa  

Terra Selvatica er lífrænt bú og búa til sína eigin olifuolíu og sitt eigið vín, auk þess sem stór möndlutré eru við húsdyrnar. Bærinn er við endann á afleggjarnaum uppá hæðunum fyrir ofan Perugia dalinn með dásamlegu útsýni. Þú ert umvafin orku frá góðu fólki sem hefur gert allt sem mögulegt er til að hjálpa þér að njóta þess að vera til, anda og tengjast þér og náttúrunni. Já bara VERA TIL!

MAGNAÐU HEILSUNA


School of Health Mastery Retreat

28. apríl - 4. maí 2018

Verð: 297.000 kr

Innifalið er gisting og fæði, akstur á lestarstöð við komu og brottför (Perugia) og skoðunarferð til Assisi. 


SNEMM- SKRÁNINGAR- VERÐ


197.000 kr*

Staðfestingagjald 50.000 kr fyrir 15. febrúar

*Innifalið í verði er gisting og fæði, akstur á lestarstöð við komu og brottför (Perugia) og skoðunarferð til Assisi. 


Hámark 12 manns

 • Herbergi fyrir 2 með baðherbergi
 • Séreldhús og setustofa fyrir gesti
 • Náttúran með túnum og trjám allt um kring
 • Sundlaug með sólbekkjum
 • Töfraskógur í gilinu
 • WiFi
 • Kyrrð og ró